Fótbolti

Hetja frá EM: Fyrsta markið fyrir Holland var þó ekki fyrsta landsliðsmarkið hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Denzel Dumfries fagnar sigurmarki sínu á móti Úkraínu í gær.
Denzel Dumfries fagnar sigurmarki sínu á móti Úkraínu í gær. AP/John Thys

Denzel Dumfries var hetja hollenska landsliðsins í gær en hann kórónaði flottan leik sinn með því að skora sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.

Dumfries er 25 ára leikmaður PSV Eindhoven en hefur verið orðaður við Everton og Napoli að undanförnu. Frammistaða eins og í gær mun aðeins ýta undir að hann verði keyptur eftir keppnina.

Dumfries er vanalega að spila sem hægri bakvörður en blómstraði sem vængbakvörður í gær í hinu umdeilda 3-5-2 kerfi Frank de Boer.

Dumfries fór reyndar illa með nokkur tækifæri í fyrri hálfleiknum en tvö fyrstu mörk hollenska liðsins komu eftir að hann skapaði usla í vörn Úkraínumanna.

Dumfries lék 41 leik með PSV á tímabilinu en 40 þeirra voru í bakverðinum. Hann náði engu að síðust að skora fjögur mörk og gefa níu stoðsendingar.

Flestir Hollendingar vilja að landsliðið spili hið hefðbundna 4-3-3 kerfi en De Boer er harður á því að spila með þriggja manna vörn. Hann sá Dumfries fyrir sér framar á vellinum og það kom sér vel í gær.

Þetta var fyrsta mark Dumfries fyrir hollenska landsliðið en ekki þó fyrsta landsliðsmarkið hans.

Denzel spilaði nefnilega fyrir landslið Arúba árið 2014 og skoraði þá á móti Guam. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leik og Ronald Koeman valdi hann fyrst í hollenska landsliðið í október 2018.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmark Denzel Dumfries frá því í gær.

Klippa: Sigurmark Denzel DumfriesFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.