Innlent

„Birta yfir samfélaginu“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Frá bólusetningu í Laugardalshöll í Reykjavík en búið er að bólusetja stóran hluta landsmanna.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll í Reykjavík en búið er að bólusetja stóran hluta landsmanna. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagssamdráttinn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið minni hér á landi en spáð var. Tekið sé að birta yfir samfélaginu á ný og á hún von á snarpri viðspyrnu þegar faraldrinum lýkur.

Tvö hundruð og fimmtán þúsund Íslendingar hafa verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni gegn kórónuveirunni. Stjórnvöld stefna að því að vera 25. júní búin að bjóða öllum Íslendingum 16 ára og eldri að koma í bólusetningu.

„Okkur hefur gengið vel að bólusetja og Ísland stendur mjög framarlega núna í alþjóðlegum samanburði. Þegar kemur að fullum bólusetningum þá erum við fremst Norðurlanda og stöndum mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir. Hins vegar erum við ekki komin á leiðarenda. Við megum ekki gleyma því. Þetta er eins og langhlaup,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 

Í næstu viku verður afléttingu samkomutakmarkanna haldið áfram þegar þrjú hundruð manns mega koma saman. 

„Við erum ekki komin með hjarðónæmi. Þannig að við verðum áfram að gæta okkar og vanda okkur mjög vel í öllum okkar aðgerðum en maður skynjar það að það er svona að birta yfir samfélaginu. Nú verður ákveðnum takmörkunum aflétt í næstu viku. Ég ítreka það að fólk haldi áfram að fara varlega og passa upp á sig en þetta er allt að koma.“

Katrín segir efnahagsleg áhrif faraldursins jafnframt minni en menn áttu von á. „Það sem við erum að sjá er að samdrátturinn var minni en spáð var. Við erum í raun og veru stödd þar að ég tel fulla ástæðu til að viðspyrna geti orðið mjög snörp þegar að faraldrinum lýkur.“


Tengdar fréttir

Þrjú hundruð manna sam­komu­tak­markanir og eins metra regla frá 15. júní

Sam­komu­tak­markanir munu miðast við þrjú hundruð manns frá 15. júní næstkomandi og þá kemur eins metra regla í stað tveggja metra reglu. Reglugerðin mun gilda í tvær vikur, til 29. júní, en stefnt er að því að búið verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands um næstu mánaðamót.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.