Innlent

Röð við kjör­stað þegar stutt er í lokun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Dágóð röð hefur myndast fyrir utan félagsheimilið.
Dágóð röð hefur myndast fyrir utan félagsheimilið. Vísir/Árni Sæberg

Talsverð röð er fyrir utan félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem er einn af kjörstöðum í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjörstaðir loka klukkan nú klukkan sex en búist er við fyrstu tölum um klukkustund síðar.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu af kjörstað verður þó ekki skellt í lás á slaginu sex, heldur fá kjósendur sem komnir voru í röðina fyrir klukkan sex að greiða atkvæði.

Alls eru tólf frambjóðendur sem sækjast eftir sæti á lista flokksins í kjördæminu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sækist einn eftir fyrsta sætinu.

Baráttan um annað sætið er harðari en þar gefa kost á sér þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason og héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður sækist einnig eftir efstu sætum listans í kjördæminu.

Um klukkan tvö í dag höfðu yfir þrjú þúsund manns greitt atkvæði í prófkjörinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.