Innlent

3.155 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum

Árni Sæberg skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur einn kost á sér í fyrsta sæti í Kraganum.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur einn kost á sér í fyrsta sæti í Kraganum.

3155 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi klukkan 14:00 í dag. Kjörstaðir loka klukkan sex í kvöld en fyrstu tölur verða lesnar um klukkutíma síðar í beinu streymi á xd.is.

Tólf frambjóðendur hafa gefið kost á sér. Þar á meðal Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem sækist einn eftir fyrsta sæti listans.

Baráttan um annað sætið er harðari en þar gefa kost á sér þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason og héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður sækist einnig eftir efstu sætum listans í kjördæminu.

Klukkan 13:45 var þrjúþúsundasta kjörseðlinum skilað og því er ljóst að kjörsókn er nokkuð góð eins og er. Þórdís Bjarnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar, segir kjörsókn vera mikla og nefnir sem dæmi að löng röð sé fyrir utan félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

Sem áður segir loka kjörstaðir kl. 18:00 en kjörstaðir eru eftirfarandi:

Fé­lags­heim­ili Sjálfstæðisflokksins, Garðatorgi 7 í Garðabæ.

Fé­lags­heim­ili Sjálfstæðisflokksins, Norður­bakka 1a í Hafnafirði.

Linda­skóla, Núpalind 7 í Kópa­vogi.

Fé­lags­heim­il­inu Kjarna á fyrstu hæð, Þver­holti 2 í Mos­fells­bæ.

Fé­lags­heim­ili Sjálfstæðisflokksins, Aust­ur­strönd 3 á Seltjarn­ar­nesi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.