Fótbolti

Kevin De Bruyne ekki með Belgum í fyrsta leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kevin De Bruyne yfirgefur völlinn eftir að hafa nefbrotnað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Kevin De Bruyne yfirgefur völlinn eftir að hafa nefbrotnað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. EPA-EFE/David Ramos / POOL

Kevin De Bruyne ferðaðist ekki með belgíska landsliðinu til Rússlands þar sem þeir mæta heimamönnum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu. De Bruyne nefbrotnaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

Belgar sitja í efsta sæti heimslista FIFA, en þeir verða án Kevin De Bruyne sem hefur verið einn besti miðjumaður heims síðustu ár.

Axel Witsel, leikmaður Dortmund í Þýskalandi, ferðaðist heldur ekki með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin.

Rússar verða án miðjumannsinns Andrei Mostovoy, en hann greindist með kórónaveiruna í gær.

Leikur Belgíu og Rússlands fer fram í kvöld klukkan 19:00 en þetta verður í sjötta skipti sem löndin mætast á stórmóti.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

De Bruyne líklega klár í fyrsta leik á EM

Kevin De Bruyne mun koma til móts við belgíska landsliðið strax eftir helgi og tekur þátt í lokaundirbúningi liðsins fyrir EM í fótbolta sem hefst á föstudag.

De Bru­yne nef­brotinn | EM í hættu?

Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í gærkvöld er Manchester City tapaði 1-0 gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú staðfest að vera nefbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×