Sjáðu mörkin fimm úr sigri íslensku stelpnanna gegn Írum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2021 10:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt Elínu Mettu Jensen og Sveindísi Jane Jónsdóttir. Dagný skoraði þriðja mark Íslands í gær. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því írska á Laugardalsvelli í gær. Niðurstaðan varð 3-2 sigur íslenska liðsins, en Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sáu um markaskorun Íslands. Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2021 í Englandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira