Innlent

Ferðavagnar tókust á loft í Mosfellsbæ

Árni Sæberg skrifar
Aðkoman var ekki góð við verslun Útilegumannsins.
Aðkoman var ekki góð við verslun Útilegumannsins. Klemenz Geir Klemenzson

Þónokkrir ferðavagnar tókust á loft af plani verslunar Útilegumannsins í Mosfellsbæ í kvöld.

Aftakaveður hefur valdið því að ferðavagnar hafa fokið af plani verslunar Útilegumannsins í Mosfellsbæ. Vænta má að tjón hlaupi á milljónum króna. Ekki náðist í starfsmenn verslunarinnar við vinnslu fréttarinnar enda voru þeir í óða önn að bjarga því sem bjargað varð.

Fyrr í kvöld fékk Vísir ábendingu þess efnis að bíll með hjólhýsi í eftirdragi hafi fokið út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Veðurstofan varar við hvassviðri undir fjöllum á vesturlandi og segir aðstæður varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Þá hefur fréttastofa einnig fengið veður af því að bíll með hjólhýsi hafi fokið út af veginum við Biskupstungur á suðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×