Fótbolti

Sjáðu mörkin úr sögulegum opnunarleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Immobile og Insigne í stuði.
Immobile og Insigne í stuði. Mike Hewitt/Getty Images

Ítalir byrja heldur betur Evrópumótið af krafti en þeir eru komnir með þrjú stig eftir 3-0 sigur á Tyrkjum í kvöld.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfeik opnuðust flóðgáttir fyrir Ítali.

Fyrsta markið var sjálfsmark Merih Demiral en þetta er í fyrsta sinn sem opnunarmark EM er sjálfsmark.

Ciro Immobile tvöfaldaði forystuna á 66. mínútu og þrettán mínútum síðar skoraði Lorenzo Insigne. Lokatölur 3-0.

Þetta er stærsti sigur í opnunarleik EM og ljóst að Ítalarnir eru til alls líklegir en öll mörkin má sjá hér að neðan.

Klippa: Tyrkland - Ítalía 0-1
Klippa: Tyrkland - Ítalía 0-2
Klippa: Tyrkland - Ítalía 0-3


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.