Fótbolti

Svona myndi Mourinho stilla upp enska landsliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho ávallt léttur.
Jose Mourinho ávallt léttur. Neil Hall/Getty

Jose Mourinho, stjóri Roma, mun starfa sem spekingur hjá talkSPORT á meðan Evrópumótið í fótbolta stendur yfir í sumar.

Í þætti gærdagsins var portúgalski stjórinn meðal annars beðinn um að stilla upp sínu enska landsliði.

Hann hvetur Gareth Southgate til þess að hætta með fimm manna varnarlínu og hann er ekki með Jordan Pickford í marinu.

„Ég held að til þess að sækja þá þarftu að stýra leiknum. Hvernig ætlaru að sækja ef þú ert ekki með boltann?“ sagði Mourinho.

„Það er mikilvægt að þú stýrir miðsvæðinu og með þrjá leikmenn geturðu stýrt leiknum. Einn af þeim getur verið Foden.“

England mætir Króatíu á morgun en svona myndi liðið vera hjá Mourinho í fyrsta leiknum.

Byrjunarlið Mourinho:

Dean Henderson

Kyle Walker

John Stones

Tyrone Mings

Ben Chilwell

Declan Rice

Kalvin Phillips

Mason Mount

Phil Foden

Jack Grealish

Harry Kane


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×