Fótbolti

„Grín að láta Suarez fara“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez þakkaði traustið með spænskum meistaratitli hjá Atletico.
Suarez þakkaði traustið með spænskum meistaratitli hjá Atletico. Angel Martinez/Getty Images

Jordi Alba, bakvörður Barcelona, skilur ekkert í forráðamönnum Barcelona að hafa látið Luis Suarez fara frá félaginu síðasta sumar en Úrúgvæinn skipti til Atletico Madrid.

Eftir mörg frábær ár hjá Barcelona var Suarez seldur frá Barcelona þar sem krafta hans var ekki lengur óskað hjá Börsungum.

Hann þakkaði traustið í Atletico og vann spænsku deildina með liðinu og Alba skilur ekkert í forráðamönnum Barca.

„Það var grín að láta Suarez fara. Hann var einn af þeim sem gaf Barcelona mikið og þeir létu hann nánast fara fyrir ekkert. Og það til erkifjendanna í Atletico,“ sagði Alba.

„Og sjáiði. Þeir unnu deildina með hann innanborðs. Fyrir utan það að við erum vinir, hvar finnurðu framherja eins og hann? Það er erfitt, þrátt fyrir að það séu aðrir góðir leikmenn.“

„Hann vann deildina og þaggaði niður í mörgum. Síðasta árið hans hjá Barcelona var ekki auðvelt en hann fékk tækifærið að þagga niður í fólki.“

„Ég get sagt ykkur að það var magnað andrúmsloft í Barcelona með Luis. Hann er liðsfélagi sem leggur mikið á sig og það var gott fyrir hópinn. Tölurnar hans tala sínu máli,“ bæti Alba við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×