Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir nýjust breytingar framundan á sóttvarnatakmörkunum og hvernig stefnir í að Ísland verði meðal fyrstu ríkja heims til að ná hjarðónæmi. Við heyrum í forráðamönnum íslensku flugfélaganna sem segja þessar breytingar hafa jákvæð áhrif á stöðu þeirra.

Þingmenn hafa verið iðnir við að ljúka umræðum um hin ólíklegustu mál í dag þótt enn hafi flokkarnir ekki náð samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd áður en þingmenn halda út í sumarið og kosningabaráttuna fyrir alþingiskosningarnar í lok september. 

Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims funduðu í Cornwall í Bretlandi í dag og hafa heitið því að safna allt að milljarði skammta af bóluefnum fyrir fátækari ríki. 

Við verðum svo í beinni þar sem hópur siglingakvenna undirbýr siglingu á skútu í kringum landið til að vekja athygli á mengun hafsins. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×