Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:04 Þingmenn Miðflokksins eru óhræddir við að vera að störfum fram á mitt sumar. vísir/vilhelm Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“ Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“
Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira