Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:04 Þingmenn Miðflokksins eru óhræddir við að vera að störfum fram á mitt sumar. vísir/vilhelm Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“ Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“
Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira