Segir stefnu Spotify vera fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til skammar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:18 Jakob Frímann hrósaði Bríet í Bítinu í dag. ÍSLAND GOT TALENT Íslensk tónlist er aðeins 21 prósent af heildarhlutfalli tónlistarsölu hér á landi eftir tilkomu Spotify. „Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
„Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira