Svanasöngur og kosningaloforð í síðustu eldhúsdagsumræðum kjörtímabilsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2021 12:11 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna tók þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í hinsta sinn. Hann kveður stjórnmálin að loknu kjörtímabili eftir hátt í fjörutíu ára þingsetu. vísir/vilhelm Kosningaloforð og gagnrýni á ríkisstjórnina lituðu síðustu eldhúsdagsumræður kjörtímabilsins sem fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Steingrímur J. Sigfússon flutti þar hinstu uppgjörsræðuna eftir hátt í fjörtíu ára þingsetu. Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira