„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 22:54 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hélt sína síðustu eldhúsdagsræðu fyrr í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti. Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira