Segir áhyggjurnar af stjórnarsamstarfinu hafa raungerst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 21:50 Andrés Ingi hóf kjörtímabilið sem þingmaður Vinstri grænna en gekk síðar til liðs við Pírata. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti því í ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld hvers vegna hann sagði skilið við þingflokkinn í nóvember 2019. Hann gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021. „Fyrir næstum fjórum árum stóð ég fyrir framan þáverandi félaga mína í flokksráði VG og lýsti því hvers vegna ég gæti ekki stutt þessa ríkisstjórn. Það var hvorki einfalt né auðvelt. Í salnum fyrir framan mig sátu vinir mínir, fólk sem varði með mér löngum og oft lýjandi dögum í kosningabaráttu. Við höfðum gengið saman í hús, bakað vöfflur og dreift kosningabæklingum í Kringlunni,“ sagði Andrés Ingi. Hann lýsti því hvar hann stóð fyrir framan félaga sína og greindi frá því að honum litist ekki á hvert forysta Vinstri grænna vildi stefna. Sumum hafi þótt stjórnarmyndun með Framsókn og Sjálfstæðisflokki djörf ákvörðun og jafnvel spennandi. „Því var ég ósammála. Það væri einfaldlega of langt á milli flokkanna til að ná þeim raunverulegu breytingum sem við kölluðum eftir. Enda kom það á daginn. Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu, eins og sést til dæmis einna skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið langmest innan stjórnarliðsins.“ Málamiðlanir á kostnað grunngilda Þá segir Andrés Ingi að hann hafi einnig óttast að Vinstri græn yrðu of samdauna samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Lesa hafa mátt milli lína stjórnarsáttmálans að flokksforystan hefði fjarlægjst rætur sínar sem málsvarar vinnandi fólks. „Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Ríkisstjórnin hófst handa við að mylja niður eftirlitsstofnanir, veita skattaívilnanir til fjármagnseigenda og í dag, í dag var byrjað að einkavæða banka í óþökk þjóðarinnar. Þessi hörðu ítök atvinnurekendaarms Sjálfstæðisflokksins hafa verið alltumlykjandi í efnahagslegum viðbrögðum við Covid. Þetta er nýi takturinn sem flokkurinn fann með nýjum samherjum en við, sem viljum róttækar og réttlátar breytingar á samfélaginu, þurftum að leta á annan samastað.“ Hann segir þá að málamiðlanir séu eðlilegur hluti stjórnmálanna en málamiðlanir megi aldrei vera á kostnað þeirra grunngilda sem stjórnmálafólk standi fyrir. Þegar málamiðlanir fari að verða markmið í sjálfu sér, því fólki þyki spennandi að brúa á milli sem ólíkastra póla, sé það ekki til að bæta stjórnmálamenningu, heldur miklu frekar til að gera vatnið gruggugra. „Í gruggugu vatninu finna stjórnarliðar sig sífellt í þeirri stöðu að segjast ætla að gera betur, en gera það ekki í alvöru. Stæra sig til dæmis af því að hafa aldrei boðið jafn mörgum kvótaflóttamönnum til landsins en á síðasta ári, 100 talsins, þegar raunverulegur fjöldi sem kom á árinu, þegar upp var staðið, var núll.“ Þá sagði Andrés Ingi stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum vera hálfgerða „ekki-stefnu,“ þó ríkisstjórnin stærði sig af henni. Hún væri afrakstur endalausra málamiðlana flokka sem í grundvallaratriðum væru ósammála. Flokkar geri það sem þeir segist ætla að gera „„Ekki kjósa Framsókn, eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það, þá fer allt til helvítis,” söng Ragnar Kjartansson fyrir einar kosningarnar. Það sem við höfum lært á þessu kjörtímabili er að þetta var bara ekki tæmandi upptalning hjá Ragnari. Fram undan eru gríðarmikilvægar kosningar þar sem við þurfum að kjósa flokka sem gera það sama eftir kosningar og þeir segjast ætla að gera fyrir kosningar.“ Andrés Ingi sagði hefðbundnar pólitískar málamiðlanir ekki ná utan um stærstu áskoranir samtímans, og sagði kjörtímabilið sem er að líða hafa sýnt fram á það. Hefðbundnar málamiðlanir væru úreltar í loftslagsmálum, því þær myndu krefjast pólitísku samkomulagi við náttúrulögmálin. „Og náttúran hlustar bara ekkert á slíkar málamiðlanir. Við þurfum ný vinnubrögð, við þurfum nýja nálgun á stjórnmálin.“ „Þess vegna gekk ég til liðs við Pírata fyrr á árinu. Því til þess að næsta ríkisstjórn knýi fram raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á samfélaginu þarf Pírata þar innanborðs. Ekki vegna þess að okkur þyrsti í völd valdanna vegna, heldur vegna þess að frá fyrsta degi hafa Píratar staðið fyrir annars konar stjórnmál. Stjórnmál sem byggja á heiðarleika og róttækni. Stjórnmál sem standa fyrir eitthvað og vita þess vegna að það er ekki hægt að fara í stjórn með hverjum sem er,“ sagði Andrés Ingi að lokum. Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Fyrir næstum fjórum árum stóð ég fyrir framan þáverandi félaga mína í flokksráði VG og lýsti því hvers vegna ég gæti ekki stutt þessa ríkisstjórn. Það var hvorki einfalt né auðvelt. Í salnum fyrir framan mig sátu vinir mínir, fólk sem varði með mér löngum og oft lýjandi dögum í kosningabaráttu. Við höfðum gengið saman í hús, bakað vöfflur og dreift kosningabæklingum í Kringlunni,“ sagði Andrés Ingi. Hann lýsti því hvar hann stóð fyrir framan félaga sína og greindi frá því að honum litist ekki á hvert forysta Vinstri grænna vildi stefna. Sumum hafi þótt stjórnarmyndun með Framsókn og Sjálfstæðisflokki djörf ákvörðun og jafnvel spennandi. „Því var ég ósammála. Það væri einfaldlega of langt á milli flokkanna til að ná þeim raunverulegu breytingum sem við kölluðum eftir. Enda kom það á daginn. Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu, eins og sést til dæmis einna skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið langmest innan stjórnarliðsins.“ Málamiðlanir á kostnað grunngilda Þá segir Andrés Ingi að hann hafi einnig óttast að Vinstri græn yrðu of samdauna samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Lesa hafa mátt milli lína stjórnarsáttmálans að flokksforystan hefði fjarlægjst rætur sínar sem málsvarar vinnandi fólks. „Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Ríkisstjórnin hófst handa við að mylja niður eftirlitsstofnanir, veita skattaívilnanir til fjármagnseigenda og í dag, í dag var byrjað að einkavæða banka í óþökk þjóðarinnar. Þessi hörðu ítök atvinnurekendaarms Sjálfstæðisflokksins hafa verið alltumlykjandi í efnahagslegum viðbrögðum við Covid. Þetta er nýi takturinn sem flokkurinn fann með nýjum samherjum en við, sem viljum róttækar og réttlátar breytingar á samfélaginu, þurftum að leta á annan samastað.“ Hann segir þá að málamiðlanir séu eðlilegur hluti stjórnmálanna en málamiðlanir megi aldrei vera á kostnað þeirra grunngilda sem stjórnmálafólk standi fyrir. Þegar málamiðlanir fari að verða markmið í sjálfu sér, því fólki þyki spennandi að brúa á milli sem ólíkastra póla, sé það ekki til að bæta stjórnmálamenningu, heldur miklu frekar til að gera vatnið gruggugra. „Í gruggugu vatninu finna stjórnarliðar sig sífellt í þeirri stöðu að segjast ætla að gera betur, en gera það ekki í alvöru. Stæra sig til dæmis af því að hafa aldrei boðið jafn mörgum kvótaflóttamönnum til landsins en á síðasta ári, 100 talsins, þegar raunverulegur fjöldi sem kom á árinu, þegar upp var staðið, var núll.“ Þá sagði Andrés Ingi stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum vera hálfgerða „ekki-stefnu,“ þó ríkisstjórnin stærði sig af henni. Hún væri afrakstur endalausra málamiðlana flokka sem í grundvallaratriðum væru ósammála. Flokkar geri það sem þeir segist ætla að gera „„Ekki kjósa Framsókn, eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það, þá fer allt til helvítis,” söng Ragnar Kjartansson fyrir einar kosningarnar. Það sem við höfum lært á þessu kjörtímabili er að þetta var bara ekki tæmandi upptalning hjá Ragnari. Fram undan eru gríðarmikilvægar kosningar þar sem við þurfum að kjósa flokka sem gera það sama eftir kosningar og þeir segjast ætla að gera fyrir kosningar.“ Andrés Ingi sagði hefðbundnar pólitískar málamiðlanir ekki ná utan um stærstu áskoranir samtímans, og sagði kjörtímabilið sem er að líða hafa sýnt fram á það. Hefðbundnar málamiðlanir væru úreltar í loftslagsmálum, því þær myndu krefjast pólitísku samkomulagi við náttúrulögmálin. „Og náttúran hlustar bara ekkert á slíkar málamiðlanir. Við þurfum ný vinnubrögð, við þurfum nýja nálgun á stjórnmálin.“ „Þess vegna gekk ég til liðs við Pírata fyrr á árinu. Því til þess að næsta ríkisstjórn knýi fram raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á samfélaginu þarf Pírata þar innanborðs. Ekki vegna þess að okkur þyrsti í völd valdanna vegna, heldur vegna þess að frá fyrsta degi hafa Píratar staðið fyrir annars konar stjórnmál. Stjórnmál sem byggja á heiðarleika og róttækni. Stjórnmál sem standa fyrir eitthvað og vita þess vegna að það er ekki hægt að fara í stjórn með hverjum sem er,“ sagði Andrés Ingi að lokum.
Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira