Svanasöngur og kosningaloforð í síðustu eldhúsdagsumræðum kjörtímabilsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2021 12:11 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna tók þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í hinsta sinn. Hann kveður stjórnmálin að loknu kjörtímabili eftir hátt í fjörutíu ára þingsetu. vísir/vilhelm Kosningaloforð og gagnrýni á ríkisstjórnina lituðu síðustu eldhúsdagsumræður kjörtímabilsins sem fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Steingrímur J. Sigfússon flutti þar hinstu uppgjörsræðuna eftir hátt í fjörtíu ára þingsetu. Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira