„Því minna sem rætt var um stjórnmál því betra fyrir ríkisstjórnina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 19:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir núverandi ríkisstjórn ekki hafa reynst vel og að hún hafi átt sína bestu daga í skjóli kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli hans úr ræðustól Alþingis á eldhúsdagsumræðum þar nú í kvöld. „Því minna sem rætt var um stjórnmál því betra fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti um betur og kallaði ríkisstjórnina kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum, fremur en pólitíska sýn, eins og hann sjálfur komst að orði. „Á meðan faraldurinn vofði yfir studdum við í Miðflokknum allar þær aðgerðir sem gátu verið til þess fallnar að bregðast við áhrifunum og lögðum ítrekað fram tillögur til að takast á við stöðuna. En af því þær komu ekki úr kerfinu hafnaði kerfisstjórnin þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann lét ekki staðar numið í gagnrýni sinni á stjórnarflokkana og sagði kosningaloforð þeirra hafa „farið fyrir lítið“ í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra. Gerði hann heilbirgðiskerfið sérstaklega að umfjöllunarefni sínu og sagði það í krísu. „Biðlistar lengjast. Fólk er sent til útlanda í aðgerðir þótt það kosti þrefalt meira en að gera sams konar aðgerðir á sams konar stofnun á Íslandi. Nú á meira að segja til að loka Domus Medica eftir 55 ára farsælt starf vegna þeirra aðstæðna sem ríkisstjórnin hefur búið starfseminni. Hjúkrunarheimili eru fjársvelt og frjáls félagasamtök á borð við SÁÁ og Krabbameinsfélagið virðast ekki vera velkomin í hinu nýja miðstýrða marxíska heilbrigðiskerfi. Ótrúlegt klúður vegna krabbameinsskimana er afleiðing af þessu.“ Stjórnmál byggð á umbúðum en ekki innihaldi Sigmundur Davíð vék máli sínu einnig að forvörnum og lýðheilsu. Sagði hann að svo virtist sem helsta framlag ríkisstjórnarinnar í þeim málum væri að „lögleiða eiturlyf og setja þar heimsmet eins og í svo mörgum rétttrúnaðarmálum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur og vísaði til frumvarps um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. „Þá skiptir álit sérfræðinga ekki lengur máli. Málið er hrein gjöf til þeirrar skipulögðu glæpagengja sem hafa verið að leggja undir sig fíkniefnamarkaðinn á Íslandi og auka framboð sterkra vímuefna,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði þá að stjórnmál ríkisstjórnarinnar byggðu á umbúðum en ekki innihaldi, og sagði það sérlega áberandi í umhverfismálum. „Umhverfisvernd er gríðarlega mikilvæg en aðferðir íslenskra stjórnvalda eru ekki til þess fallnar að skila árangri, þvert á móti. Áformin gera ráð fyrir hærri sköttum og gjöldum sem bitnar fyrst og fremst á þeim tekjulægri.“ Miðflokkurinn sé með lausnirnar Sigmundur vék þá að Evrópumálum og fullveldi Íslands. Sagði hann Alþingi þurfa að vera afdráttarlaust í því að verja fullveldið. „Afgreiðsla þriðja orkupakkans var stór viðvörun og nú er sá fjórði á leiðinni. Við þurfum að fara yfir með hvaða hætti við nálgumst og nýtum EES-samninginn og sé Schengen-samstarfið nú þegar jafnvel Evrópusambandslönd eru farin að taka að sér meiri sjálfsákvörðunarrétt varðandi stjórn sinna landamæra og innri mála. Nú lætur Evrópusambandið sér ekki nægja að mæla fyrir um hvað fólk megi borða í morgunmat heldur ætlar það að fara að stýra sjónvarpsdagskránni og jafnvel umræðu á samfélagsmiðlum.“ Eins sagði hann byggðamál hafa gleymst á líðandi kjörtímabili, en að Miðflokkurinn ætti ráð við því. „Það sama má segja um landbúnað. Með róttækri heildarstefnu Miðflokksins getur greinin sótt fram á öllum vígstöðvum. Eftir 15 mánuði án stjórnmála þurfum við að taka afstöðu til þess hvernig við byggjum upp samfélagið til framtíðar. Í því efni er Miðflokkurinn með lausnirnar. Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Því minna sem rætt var um stjórnmál því betra fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti um betur og kallaði ríkisstjórnina kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum, fremur en pólitíska sýn, eins og hann sjálfur komst að orði. „Á meðan faraldurinn vofði yfir studdum við í Miðflokknum allar þær aðgerðir sem gátu verið til þess fallnar að bregðast við áhrifunum og lögðum ítrekað fram tillögur til að takast á við stöðuna. En af því þær komu ekki úr kerfinu hafnaði kerfisstjórnin þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann lét ekki staðar numið í gagnrýni sinni á stjórnarflokkana og sagði kosningaloforð þeirra hafa „farið fyrir lítið“ í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra. Gerði hann heilbirgðiskerfið sérstaklega að umfjöllunarefni sínu og sagði það í krísu. „Biðlistar lengjast. Fólk er sent til útlanda í aðgerðir þótt það kosti þrefalt meira en að gera sams konar aðgerðir á sams konar stofnun á Íslandi. Nú á meira að segja til að loka Domus Medica eftir 55 ára farsælt starf vegna þeirra aðstæðna sem ríkisstjórnin hefur búið starfseminni. Hjúkrunarheimili eru fjársvelt og frjáls félagasamtök á borð við SÁÁ og Krabbameinsfélagið virðast ekki vera velkomin í hinu nýja miðstýrða marxíska heilbrigðiskerfi. Ótrúlegt klúður vegna krabbameinsskimana er afleiðing af þessu.“ Stjórnmál byggð á umbúðum en ekki innihaldi Sigmundur Davíð vék máli sínu einnig að forvörnum og lýðheilsu. Sagði hann að svo virtist sem helsta framlag ríkisstjórnarinnar í þeim málum væri að „lögleiða eiturlyf og setja þar heimsmet eins og í svo mörgum rétttrúnaðarmálum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur og vísaði til frumvarps um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. „Þá skiptir álit sérfræðinga ekki lengur máli. Málið er hrein gjöf til þeirrar skipulögðu glæpagengja sem hafa verið að leggja undir sig fíkniefnamarkaðinn á Íslandi og auka framboð sterkra vímuefna,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði þá að stjórnmál ríkisstjórnarinnar byggðu á umbúðum en ekki innihaldi, og sagði það sérlega áberandi í umhverfismálum. „Umhverfisvernd er gríðarlega mikilvæg en aðferðir íslenskra stjórnvalda eru ekki til þess fallnar að skila árangri, þvert á móti. Áformin gera ráð fyrir hærri sköttum og gjöldum sem bitnar fyrst og fremst á þeim tekjulægri.“ Miðflokkurinn sé með lausnirnar Sigmundur vék þá að Evrópumálum og fullveldi Íslands. Sagði hann Alþingi þurfa að vera afdráttarlaust í því að verja fullveldið. „Afgreiðsla þriðja orkupakkans var stór viðvörun og nú er sá fjórði á leiðinni. Við þurfum að fara yfir með hvaða hætti við nálgumst og nýtum EES-samninginn og sé Schengen-samstarfið nú þegar jafnvel Evrópusambandslönd eru farin að taka að sér meiri sjálfsákvörðunarrétt varðandi stjórn sinna landamæra og innri mála. Nú lætur Evrópusambandið sér ekki nægja að mæla fyrir um hvað fólk megi borða í morgunmat heldur ætlar það að fara að stýra sjónvarpsdagskránni og jafnvel umræðu á samfélagsmiðlum.“ Eins sagði hann byggðamál hafa gleymst á líðandi kjörtímabili, en að Miðflokkurinn ætti ráð við því. „Það sama má segja um landbúnað. Með róttækri heildarstefnu Miðflokksins getur greinin sótt fram á öllum vígstöðvum. Eftir 15 mánuði án stjórnmála þurfum við að taka afstöðu til þess hvernig við byggjum upp samfélagið til framtíðar. Í því efni er Miðflokkurinn með lausnirnar.
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira