Erlent

Bólusetja börn í áhættuhópum

Snorri Másson skrifar
Thomas Mertens, formaður bólusetningaráðs þýskra yfirvalda.
Thomas Mertens, formaður bólusetningaráðs þýskra yfirvalda. Getty/Kay Nietfeld

Bólusetningaráð þýskra yfirvalda hefur mælt með bólusetningu barna á aldrinum 12-17 ára sem eru í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19.

Á meðal barna sem eiga að fá bólusetningu samkvæmt þessu eru börn með offitusjúkdóma, ónæmissjúkdóma og hjartveik börn. Sömuleiðis fá börn með Downs-heilkenni sprautu.

Bólusetningarnar eru ekki hafnar en stjórnvöld hafa jafnan fylgt boðum bólusetningaráðsins. Þegar aðgerðirnar hefjast verður Þýskaland með fyrstu Evrópuþjóðum til að bólusetja börn.

FAZ segir frá.

Á Íslandi er í grunninn heimilt að bólusetja börn enda hefur Lyfjastofnun Evrópu lagt sína blessun yfir það, en sóttvarnalæknir hefur ekki tjáð sig um hvernig þessar aðgerðir muni fara fram. Fyrst á að bólusetja fullorðna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.