Spánverjar bólusettir örfáum dögum fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2021 09:01 Sergio Busquets í baráttu við Renato Sanches í vináttulandsleik gegn Portúgal á föstudaginn. Tveimur og hálfum sólarhring síðar var greint frá því að Busquets væri með kórónuveiruna. Getty/Jose Breton Eftir að fyrirliðinn Sergio Busquets greindist með kórónuveiruna hafa spænsk yfirvöld nú gefið leyfi fyrir því að allir 24 leikmenn spænska landsliðsins í fótbolta verði bólusettir. Aðeins sex dagar eru í fyrsta leik Spánar á EM. Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sjá meira
Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu