BBC valdi sigur Íslands á Englandi 2016 óvæntustu úrslitin í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 09:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fer fyrir fögnuði íslensku strákanna eftir sigurinn á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016. EPA/SEBASTIEN NOGIER Breska ríkisútvarpið er að telja niður í Evrópumótið eins og fleiri fjölmiðlar og í einni af nýjustu fréttinni í tengslum við mótið var farið yfir þau úrslit í sögu keppninnar sem hafi komið mest á óvart. Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira