Fótbolti

Gummi Ben og Helena hefja upphitunina fyrir EM í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gummi Ben og Helena Ólafs sjá um EM í dag alla keppnisdaga Evrópumótsins.
Gummi Ben og Helena Ólafs sjá um EM í dag alla keppnisdaga Evrópumótsins.

Fyrsti þátturinn af EM í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Helena Ólafsdóttir og Guðmundur Benediktsson stýra þættinum alla keppnisdaga á EM.

Í kvöld munu þeir Ólafur Kristjánsson og Freyr Alexandersson fara yfir A- og B-riðla Evrópumótsins.

Í A-riðli eru Tyrkland, Ítalía, Wales og Sviss. Leikirnir fara fram í Róm og Bakú. B-riðilinn er skipaður Danmörku, Finnlandi, Belgíu og Rússlandi. Hann verður leikinn í Kaupmannahöfn og St. Pétursborg.

Annað kvöld verður farið yfir C- og D-riðilinn og á miðvikudagskvöldið er svo komið að E- og F-riðlunum.

Evrópumótið hefst svo með leik Ítalíu og Tyrklands á Ólympíuleikvanginum í Róm á föstudaginn.

Allir leikir mótsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og EM í dag verður á dagskrá alla keppnisdagana.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×