Glundroði í EM-hópi Spánverja eftir að fyrirliðinn greindist með Covid-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 09:02 Sergio Busquets gæti hafa smitað einhverja aðra í spænska EM-hópnum en það kemur ekki í ljós strax. Getty/Angel Martinez Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er kominn með kórónuveiruna og það hefur sett stórt strik í reikninginn í lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira