Vill rannsókn á andláti eiginkonu sinnar sem lést degi eftir bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:51 Trausti Leósson segist ekki áfellast stjórnvöld fyrir andlát konu sinnar. skjáskot/RÚV Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hún var bólusett með AstraZeneca vill að rannsókn fari fram á því hvort andlátið hafi verið bóluefninu að kenna. Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira