Vill rannsókn á andláti eiginkonu sinnar sem lést degi eftir bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:51 Trausti Leósson segist ekki áfellast stjórnvöld fyrir andlát konu sinnar. skjáskot/RÚV Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hún var bólusett með AstraZeneca vill að rannsókn fari fram á því hvort andlátið hafi verið bóluefninu að kenna. Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira