Fegnir að hafa unnið leikinn en erum alls ekki sáttir við spilamennskuna í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2021 22:15 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari. EPA-EFE/Friedemann Vogel Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var sáttur með 1-0 sigur Íslands í Færeyjum í kvöld en einkar ósáttur með frammistöðuna. Þá hrósaði hann eldri leikmönnum liðsins í hástert. „Í fyrsta lagi erum við fegnir að hafa unnið leikinn, það er í raun það sem stendur upp úr. Við erum alls ekki sáttir við spilamennskuna í dag. Færeyingar eiga samt hrós skilið fyrir sinn leik. Við einhvern veginn náðum aldrei að komast í almennilegan takt, vorum seinir í einvígi, náðum ekki að vinna annan eða þriðja bolta. Náðum í raun aldrei að setja pressu á þeirra lið,“ sagði Arnar Þór um leik kvöldsins. „Svo þegar við vorum með boltann þá voru þeir mjög grimmir og þeir eiga einfaldlega mikið hrós skilið fyrir sinn leik.“ „Við erum fegnir að hafa náð í úrslit þó frammistaðan hafi ekki verið góð. Frammistaðan gegn Mexíkó var mjög góð en við náðum ekki í úrslit. Frammistaðan var ekki góð en við sýndum seiglu, töku það með okkur. Svo var ég mjög ánægður með markið sem við skoruðum.“ Aðspurður hvort eitthvað í leik heimamanna hefði komið íslenska liðinu á óvart sagði Arnar Þór að svo hefði ekki verið. „Færeyingar hafa verið að þróa leik sinn undanfarið eitt og hálft ár. Fengu sænskan þjálfara [Håcan Ericson] sem hefur verið að þróa leikstíl þeirra. Þeir pressa hátt, vilja halda boltanum og hafa spilað svona undanfarið. Við vorum búnir að leikgreina það svo það var ekkert sem kom okkur á óvart.“ „Ég tel að þetta hafi aðallega verið spennufall. Við vorum að koma frá Dallas þar sem við vorum að spila við Mexíkó sem er í 11. sæti heimslistans. Erum með mikið af ungum leikmönnum og vorum að spila á mögulega einum flottasta leikvangi í heiminum með 40 þúsund manns í stúkunni. Þaðan förum við til Færeyja þar sem eru engir áhorfendur. Ég tel að það hafi komið mönnum á óvart. Við sjáum hvernig ungu leikmennirnir brugðust við. Það var ákveðin þreyta en við lærum af því.“ Um markið „Það voru akkúrat þessi svæði, þessar hlaupaleiðir, sem við ætluðum að ná oftar í þessum leik. Vildum spila beinskeyttan sóknarleik. Það voru nokkur skipti sem við náðum þessu og þá koma ákveðin gæði fram. Til að mynda í markinu en þetta var frábært mark.“ „Þetta er allt hluti af því sem við erum að reyna koma inn í okkar leik. Við viljum halda boltanum aðeins betur en það heppnaðist ekki nægilega oft í dag. Við tökum þetta mark samt með okkur.“ Um „gömlu mennina“ í liðinu „Eldri og reyndari leikmenn liðsins hafa verið frábærir síðustu níu daga. Ekki bara inn á vellinum heldur einnig á æfingasvæðinu og á hótelinu. Er einfaldlega mjög þakklátur fyrir þeirra framlag. Þeir eru frábærir fyrir ungu strákana og standa við bakið á þeim.“ „Ég hefði viljað halda þeim öllum inn á sem lengst í dag en við þurfum að virða skrokkana hjá til dæmis Kolbeini [Sigþórssyni], Birki [Bjarnasyni] og Aroni [Einari Gunnarssyni, fyrirliða],“ sagði Arnar Þór að lokum. Ísland mætir Póllandi ytra í síðasta leik þessa landsliðsglugga þann 8. júní. Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
„Í fyrsta lagi erum við fegnir að hafa unnið leikinn, það er í raun það sem stendur upp úr. Við erum alls ekki sáttir við spilamennskuna í dag. Færeyingar eiga samt hrós skilið fyrir sinn leik. Við einhvern veginn náðum aldrei að komast í almennilegan takt, vorum seinir í einvígi, náðum ekki að vinna annan eða þriðja bolta. Náðum í raun aldrei að setja pressu á þeirra lið,“ sagði Arnar Þór um leik kvöldsins. „Svo þegar við vorum með boltann þá voru þeir mjög grimmir og þeir eiga einfaldlega mikið hrós skilið fyrir sinn leik.“ „Við erum fegnir að hafa náð í úrslit þó frammistaðan hafi ekki verið góð. Frammistaðan gegn Mexíkó var mjög góð en við náðum ekki í úrslit. Frammistaðan var ekki góð en við sýndum seiglu, töku það með okkur. Svo var ég mjög ánægður með markið sem við skoruðum.“ Aðspurður hvort eitthvað í leik heimamanna hefði komið íslenska liðinu á óvart sagði Arnar Þór að svo hefði ekki verið. „Færeyingar hafa verið að þróa leik sinn undanfarið eitt og hálft ár. Fengu sænskan þjálfara [Håcan Ericson] sem hefur verið að þróa leikstíl þeirra. Þeir pressa hátt, vilja halda boltanum og hafa spilað svona undanfarið. Við vorum búnir að leikgreina það svo það var ekkert sem kom okkur á óvart.“ „Ég tel að þetta hafi aðallega verið spennufall. Við vorum að koma frá Dallas þar sem við vorum að spila við Mexíkó sem er í 11. sæti heimslistans. Erum með mikið af ungum leikmönnum og vorum að spila á mögulega einum flottasta leikvangi í heiminum með 40 þúsund manns í stúkunni. Þaðan förum við til Færeyja þar sem eru engir áhorfendur. Ég tel að það hafi komið mönnum á óvart. Við sjáum hvernig ungu leikmennirnir brugðust við. Það var ákveðin þreyta en við lærum af því.“ Um markið „Það voru akkúrat þessi svæði, þessar hlaupaleiðir, sem við ætluðum að ná oftar í þessum leik. Vildum spila beinskeyttan sóknarleik. Það voru nokkur skipti sem við náðum þessu og þá koma ákveðin gæði fram. Til að mynda í markinu en þetta var frábært mark.“ „Þetta er allt hluti af því sem við erum að reyna koma inn í okkar leik. Við viljum halda boltanum aðeins betur en það heppnaðist ekki nægilega oft í dag. Við tökum þetta mark samt með okkur.“ Um „gömlu mennina“ í liðinu „Eldri og reyndari leikmenn liðsins hafa verið frábærir síðustu níu daga. Ekki bara inn á vellinum heldur einnig á æfingasvæðinu og á hótelinu. Er einfaldlega mjög þakklátur fyrir þeirra framlag. Þeir eru frábærir fyrir ungu strákana og standa við bakið á þeim.“ „Ég hefði viljað halda þeim öllum inn á sem lengst í dag en við þurfum að virða skrokkana hjá til dæmis Kolbeini [Sigþórssyni], Birki [Bjarnasyni] og Aroni [Einari Gunnarssyni, fyrirliða],“ sagði Arnar Þór að lokum. Ísland mætir Póllandi ytra í síðasta leik þessa landsliðsglugga þann 8. júní.
Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira