Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Ögmundur kemur í markið, Brynjar Ingi heldur sæti sínu og Val­geir Lund­dal byrjar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ögmundur Kristinsson stendur á milli stanganna í marki Íslands í kvöld. Hvorki Birkir Már Sævarsson né Kári Árnason taka þátt í leiknum.
Ögmundur Kristinsson stendur á milli stanganna í marki Íslands í kvöld. Hvorki Birkir Már Sævarsson né Kári Árnason taka þátt í leiknum. Getty/Carl Recine

Byrjunarlið íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu er klárt fyrir vináttulandsleikinn gegn Færeyjum sem hefst klukkan 18.45.

Um er að ræða annan af þremur vináttulandsleikjum Íslands í þessum landsliðsglugga. Ísland beið lægri hlut gegn Mexíkó nýverið en leikið var í Dallas. Lokatölur 2-1 þar sem Birkir Már Sævarsson skoraði eina mark Íslands í leiknum.

Íslenski hópurinn samanstendur af bæði leikmönnum sem spila í Pepsi Max deildinni á Íslandi og svo í atvinnumannadeildum víðsvegar um Evrópu. Þá leikur Guðmundur Þórarinsson í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Liðið er eftirfarandi:

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari Íslands, segir Færeyjar ágætlega spilandi lið sem spilar aðallega 4-4-2 og byggir mikið upp á sterkri liðsheild. Hann reiknar með að íslenska liðið stýri leiknum töluvert meira en gegn Mexíkó. Eiður Smári segir að Ísland muni spila meiri sóknarleik í kvöld heldur en gegn Mexíkó.

Þá verða allar þær skiptingar sem í boði eru nýttar.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikið er á Tórsvelli í Tórshavn, höfuðborg FÆreyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×