Innlent

Bein útsending: Staða um­hverfis og vist­kerfa í hafinu við Ís­land

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skýrslan sem verður kynnt snýr að stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland.
Skýrslan sem verður kynnt snýr að stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland. Vísir/Vilhelm

Í dag fer fram kynning á nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem kallast „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga.“ Fundurinn hefst klukkan 10 og verður streymt beint á Vísi og YouTube.

Samkvæmt tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar var skýrslan unnin að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem verður viðstaddur kynninguna.

Markmið skýrslunnar er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar.

Guðmundur J. Óskarsson, ritstjóri mun sjá um kynninguna en alls voru 33 höfundar að skýrslunni. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í Fornubúðum 5 en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða fjöldatakmarkanir í salnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.