Helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2021 20:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/egill Um helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku. Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar hefur áhyggjur af stöðunni. Börnin séu að horfa á brenglaða hluti og klámáhorfið leiði til breyttrar hegðunar. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent