Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. júní 2021 18:35 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinum. Vísir/Egill Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að. Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“ Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“
Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira