Innlent

Leituðu blóðugs manns í Smárahverfinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í nótt blóðugs manns en án árangurs. Tilkynning barst um „illa farinn“ mann í Smárahverfinu rétt fyrir kl. 4 en hann fannst ekki.

Fyrr um nóttina var maður handtekinn í Hlíðahverfinu vegna húsbrots og vopnalagabrots og gisti hann fangageymslur sökum ástands. Einnig var tilkynnt um innbrot í hverfinu en í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hverju var stolið.

Í Seljahverfi var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir. Greint var frá því að maður væri að ganga á bifreiðar og athuga hvort þeir væru opnir. Hann fannst ekki.

Þó nokkrar tilkynningar bárust um hávaða í heimahúsum og þá var tilkynnt um „unglingapartý“ í Árbæ. Það mál var leyst með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×