Fótbolti

Enski EM-hópurinn klár og Trent með eftir allt saman

Sindri Sverrisson skrifar
Trent Alexander-Arnold og Declan Rice á æfingu enska landsliðsins.
Trent Alexander-Arnold og Declan Rice á æfingu enska landsliðsins. Getty/Eddie Keogh

Gareth Southgate hefur tilkynnt hvaða 26 leikmenn hann ætlar að taka með sér á Evrópumótið sem hefst eftir tíu daga.

Þrátt fyrir orðróm þess efnis að Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, yrði ekki með þá er hann einn af tíu varnarmönnum sem Southgate ætlar að stóla á. Jude Bellingham úr Dortmund er einnig í hópnum.

Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, er einn af sjö mönnum sem voru í fyrsta hópnum sem Southgate valdi en eru dottnir út núna. Auk hans duttu út þeir Aaron Ramsdale, Ben Godfrey, Ben White, James Ward-Prowse, Ollie Watkins og Mason Greenwood, sem er meiddur.

EM-hópur Englands.

England leikur í D-riðli og byrjar á leik við Króatíu á Wembley 13. júní. Liðið mætir svo grönnum sínum frá Skotlandi 18. júní og Tékkum 22. júní.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×