Innlent

Tveir greindust með Co­vid-19 á Vopna­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Vopnafirði.
Frá Vopnafirði. Vísir/Vilhelm

Tveir einstaklingar sem búsettir eru á Vopnafirði hafa greinst með Covid-19. Báðir voru í sóttkví við greiningu.

Þetta kemur fram í frétt Austurfréttar, en það er upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Hjördís Guðmundsdóttir, sem staðfestir í samtali við vefinn að smit hafi komið upp á Austurlandi.

Almannavarnanefnd Austurlands kom saman til fundar klukkan 13 og verði frekari upplýsinga að vænta að fundinum loknum.

Á vefnum Covid.is kemur fram að tveir hafi verið í einangrun á Austurlandi í gær og þá hafi tveir verið í sóttkví.

Uppfært klukkan 17:04 með tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að neðan

Tveir einstaklingar greindust smitaðir í fjórðungnum í gær, á Vopnafirði líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum. Þeir tilheyra sömu fjölskyldu og höfðu verið í sóttkví frá kvöldi 26. maí.

Uppruni smitanna er þekktur og er ekki á Austurlandi heldur tengist ferðum viðkomandi utan svæðisins. Því er ekki talin hætta á að viðkomandi hafi smitað aðra. Aðgerðastjórn notar þó tilefnið og hvetur fólk eins og ávallt til að kynna sér vel gildandi sóttvarnareglur, virða þær í hvívetna og gæta sérlega vel að persónulegum sóttvörnum. 

Síðast en ekki síst að ef einhver telur sig vera með einkenni að fara þá ekki til vinnu, í skóla eða annars staðar á meðal fólks og vera strax í sambandi við heilsugæslu eða síma 1700 og fá sýnatöku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.