Fótbolti

Segir að Sout­hgate skilji Liver­pool stjörnuna eftir heima

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent á æfingu enska landsliðins í undirbúningnum fyrir EM en verður hann í endanlega hópnum?
Trent á æfingu enska landsliðins í undirbúningnum fyrir EM en verður hann í endanlega hópnum? Eddie Keogh/Getty

Trent Alexander-Arnold verður ekki í enska landsliðshópnum í sumar ef marka má blaðamanninn James Olley hjá ESPN en James greindi frá þessu í gær.

Í síðustu viku tilkynnti Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, 33 manna hóp en í dag verður þessi hópur skorinn niður í 26 leikmenn sem spila fyrir Englands hönd á EM.

Samkvæmt heimildarmönnum ESPN þá verður hægri bakvörður Liverpool ekki í hópnum en Reece James, Kyle Walker og Kieran Trippier verða í hópnum ef þeir fyrst nefndu tveir standast læknisskoðun.

Þeir voru báðir í eldlínunni á laugardagskvöldið er úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fór fram og er ekki búist við öðru en að þeir verði klárir í slaginn er Southgate tilkynnir hópinn á morgun.

Alexander-Arnold var ekki valinn í enska hópinn fyrir þrjá leiki í marsmánuði og þá byrjuðu efasemdirnar um það hvort að hann yrði valinn í EM-hópinn.

Trent átti kaflaskipt tímabil en undir lok leiktíðarinnar var hann einn af betri mönnum Liverpool og vonaðist hann, eðlilega, eftir sæti í hópnum.

England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×