Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2021 18:30 Vinnumálastofnun hefur svipt þrjúhundruð og fimmtíu atvinnuleitendur tímabundið eða alfarið atvinnuleysisbótum síðustu tvo mánuði því fólk hefur hafnað störfum án tilhlýðilegra skýringa. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir brýnt að fyrirtæki láti stofnunina vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki vinnu. Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00