Lífið

Stórbrotnar myndir af æfingu Gæslunnar á Reykjanesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sjúkrabörur fluttar úr þyrlu og í fjallshlíðina.
Sjúkrabörur fluttar úr þyrlu og í fjallshlíðina. Ragnar Th. Sigurðsson

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfði fjallabjörgun í nágrenni eldgossins í Geldingadal á dögunum. 

Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari var með gæslunni í för og náði meðfylgjandi myndum sem vakið hafa athygli á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.

Þar segir að þyrlusveitin hafi stundað æfingar á Reykjanesi reglulega í gegnum tíðina. Þar er lögð áherslu á að æfa björgunarstörf í hlíðum fjalla. Umhverfið hafi þó breyst ansi mikið með eldgosinu.

Að neðan má sjá myndir frá æfingu áhafnar TF-EIR.

Kolbeinn Guðmundsson, sigmaður og stýrimaður, um borð í TF-EIR sígur úr þyrlunni með eldgosið í bakgrunni.Ragnar Th. Sigurðsson
Kolbeinn Guðmundsson, stýrimaður og sigmaður, að störfum í TF-EIR.Ragnar Th. Sigurðsson
Æft í hlíðum fjalls.Ragnar Th. Sigurðsson
Séð úr vélinni.Ragnar Th. Sigurðsson
Þyrla og eldgos, sannkallað sjónarspil.Ragnar Th. Sigurðsson
Ragnar Th. Sigurðsson
Hrannar Sigurðsson, flugvirki og spilmaður.Ragnar Th. Sigurðsson
Hrannar Sigurðsson, flugvirki og spilmaður, með gosið í bakgrunni.Ragnar Th. Sigurðsson
Ragnar Th. Sigurðsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×