Innlent

Sam­herji biðst af­sökunar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
visir-img
Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson

„Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“

Þetta segir í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Samherja fyrir stuttu. Þar segir að undanfarin ár hafi verið fjallað um ýmis málefni sem tengist starfsemi Samherja og að bæði stjórnendum og starfsfólki hafi sviðið þessi umfjöllun og umræða um fyrirtækið og störf þess.

„Enda þykir þeim umfjöllunin hafa verið einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum,“ segir í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingunni segir að í aðstæðum þar sem vegið hafi verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti á opinberum vettvangi geti reynst erfitt að bregðast ekki við. Umfjöllun um samskipti fólks „sem skipst hafi á skoðunum og ræddi hvernig best væri að bregðast við aðstæðum“ hafi verið erfitt að svara ekki.

„Þarna var um að ræða persónuleg samskipti á milli starfsfélaga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opinber. Það breytir því þó ekki að þau orð og sú umræða sem þar var viðhöfð voru óheppileg.“

Þarna er vísað í samskipti svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja þar sem meðal annars var rætt um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og kjör nýs formanns Blaðamannafélags Íslands.


Tengdar fréttir

Grætur kaldar kveðjur frænku sinnar krókódíl­stárum

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir þá staðreynd að Kristján Þór Júlíusson sé ekki horfinn úr sjávarútvegsráðuneytinu ótvíræð skilaboð um að ríkisstjórnin sé fyrst og síðast um óbreytt ástand.

Píratar óska eftir kosningaeftirliti ÖSE í haust

Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til Öryggis- og framfarastofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í komandi þingkosningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×