Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 10:40 Lögmenn þriggja, sem tóku þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið, segja falsfréttir hafa leikið þátt í þátttöku þeirra. AP Photo/Manuel Balce Ceneta Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hernám Grænlands möguleiki „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hernám Grænlands möguleiki „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59