Vonast til að frammistaðan í nótt hjálpi honum að halda landsliðssætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 11:01 Birkir Már skoraði og nældi sér í gult spjald í leik næturinnar. KSÍ Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson skoraði eina mark Íslands í naumu 2-1 tapi gegn Mexíkó í nótt. Hann ræddi við KSÍ eftir leik og sjá má viðtalið neðst í fréttinni. „Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021
Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira