Íhugaði að flytja heim til Íslands eftir skelfilegt ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 09:31 Guðlaugur Victor Pálsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn, Guðlaugur Victor Pálsson, opnaði sig um mikla erfiðleika á árinu 2020 og viðurkenndi að hann hefði íhugað að hætta í atvinnumennsku og koma heim til Íslands og spila einfaldlega í Pepsi Max-deildinni. Hinn 30 ára gamli Guðlaugur Victor hefur á undanförnum mánuðum orðið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins og samdi á dögunum við þýska stórliði Schalke 04. Það er hins vegar ekki langt síðan hann íhugaði að koma heim og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en Guðlaugur Victor varð fyrir því áfalli að missa móður sína í lok nóvember síðasta árs. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Guðlaugs Victors við íþróttavef Morgunblaðsins um helgina. Guðlaugur ræðir síðasta tímabil í viðtalinu þar sem hann fer yfir hvernig hann byrjaði í banni og hafði aðeins spilað einn leik fyrir Darmstadt, þáverandi vinnuveitendur sína, áður en hann fer í verkefni með íslenska landsliðinu. Svo spilaði hann tvo leiki til viðbótar áður en hann fór í annað landsliðsverkefni. Guðlaugur Victor Pálsson í skallabaráttu gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári.EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ „Allt í allt voru þetta einhverjir fjórir leikir fyrir áramót sem ég spila með Darmstadt á meðan ég tók þátt í sex leikjum með íslenska landsliðinu. Ég meiðst svo um haustið og er frá í einhverja þrjá mánuði allt í allt því ég var eitthvað frá keppni líka eftir að ég missti mömmu.“ Þá þurfti Guðlaugur Victor að fara í tvær aðgerðir á svipuðum tíma sem og barnsmóðir hans var að flytja með son hans til Kanada. Það var því mikið í gangi á ansi stuttum tíma. „Ég kveið því að sjá á eftir stráknum mínum til Kanada, ég meiðist, við komumst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta gerist allt á þriggja vikna kafla og ég get viðurkennt það að tilveran hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tímapunkti.“ Guðlaugur Victor segist hafa talað við sálfræðinginn sinn daglega í allt að þrjá mánuði og er hann henni mjög þakklátur. Svo virðist sem þessi öflugi leikmaður hafi náð að finna taktinn og ryðmann á nýjan leik – bæði innan vallar sem utan – og samdi nýverið við þýska stórliði Schalke 04. Guðlaugur Victor Pálsson með treyju Schalke, síns nýja félags.schalke04.de Er honum ætlað stórt hlutverk í liði sem féll óvænt úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið ætlar sér strax upp aftur og mun Guðlaugur Victor eflaust leggja sitt af mörgum svo það gangi eftir. Viðtal Guðlaugs Victors má lesa í heild sinni á vef mbl.is. Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Guðlaugur Victor hefur á undanförnum mánuðum orðið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins og samdi á dögunum við þýska stórliði Schalke 04. Það er hins vegar ekki langt síðan hann íhugaði að koma heim og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en Guðlaugur Victor varð fyrir því áfalli að missa móður sína í lok nóvember síðasta árs. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Guðlaugs Victors við íþróttavef Morgunblaðsins um helgina. Guðlaugur ræðir síðasta tímabil í viðtalinu þar sem hann fer yfir hvernig hann byrjaði í banni og hafði aðeins spilað einn leik fyrir Darmstadt, þáverandi vinnuveitendur sína, áður en hann fer í verkefni með íslenska landsliðinu. Svo spilaði hann tvo leiki til viðbótar áður en hann fór í annað landsliðsverkefni. Guðlaugur Victor Pálsson í skallabaráttu gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári.EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ „Allt í allt voru þetta einhverjir fjórir leikir fyrir áramót sem ég spila með Darmstadt á meðan ég tók þátt í sex leikjum með íslenska landsliðinu. Ég meiðst svo um haustið og er frá í einhverja þrjá mánuði allt í allt því ég var eitthvað frá keppni líka eftir að ég missti mömmu.“ Þá þurfti Guðlaugur Victor að fara í tvær aðgerðir á svipuðum tíma sem og barnsmóðir hans var að flytja með son hans til Kanada. Það var því mikið í gangi á ansi stuttum tíma. „Ég kveið því að sjá á eftir stráknum mínum til Kanada, ég meiðist, við komumst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta gerist allt á þriggja vikna kafla og ég get viðurkennt það að tilveran hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tímapunkti.“ Guðlaugur Victor segist hafa talað við sálfræðinginn sinn daglega í allt að þrjá mánuði og er hann henni mjög þakklátur. Svo virðist sem þessi öflugi leikmaður hafi náð að finna taktinn og ryðmann á nýjan leik – bæði innan vallar sem utan – og samdi nýverið við þýska stórliði Schalke 04. Guðlaugur Victor Pálsson með treyju Schalke, síns nýja félags.schalke04.de Er honum ætlað stórt hlutverk í liði sem féll óvænt úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið ætlar sér strax upp aftur og mun Guðlaugur Victor eflaust leggja sitt af mörgum svo það gangi eftir. Viðtal Guðlaugs Victors má lesa í heild sinni á vef mbl.is.
Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira