Íhugaði að flytja heim til Íslands eftir skelfilegt ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 09:31 Guðlaugur Victor Pálsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn, Guðlaugur Victor Pálsson, opnaði sig um mikla erfiðleika á árinu 2020 og viðurkenndi að hann hefði íhugað að hætta í atvinnumennsku og koma heim til Íslands og spila einfaldlega í Pepsi Max-deildinni. Hinn 30 ára gamli Guðlaugur Victor hefur á undanförnum mánuðum orðið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins og samdi á dögunum við þýska stórliði Schalke 04. Það er hins vegar ekki langt síðan hann íhugaði að koma heim og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en Guðlaugur Victor varð fyrir því áfalli að missa móður sína í lok nóvember síðasta árs. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Guðlaugs Victors við íþróttavef Morgunblaðsins um helgina. Guðlaugur ræðir síðasta tímabil í viðtalinu þar sem hann fer yfir hvernig hann byrjaði í banni og hafði aðeins spilað einn leik fyrir Darmstadt, þáverandi vinnuveitendur sína, áður en hann fer í verkefni með íslenska landsliðinu. Svo spilaði hann tvo leiki til viðbótar áður en hann fór í annað landsliðsverkefni. Guðlaugur Victor Pálsson í skallabaráttu gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári.EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ „Allt í allt voru þetta einhverjir fjórir leikir fyrir áramót sem ég spila með Darmstadt á meðan ég tók þátt í sex leikjum með íslenska landsliðinu. Ég meiðst svo um haustið og er frá í einhverja þrjá mánuði allt í allt því ég var eitthvað frá keppni líka eftir að ég missti mömmu.“ Þá þurfti Guðlaugur Victor að fara í tvær aðgerðir á svipuðum tíma sem og barnsmóðir hans var að flytja með son hans til Kanada. Það var því mikið í gangi á ansi stuttum tíma. „Ég kveið því að sjá á eftir stráknum mínum til Kanada, ég meiðist, við komumst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta gerist allt á þriggja vikna kafla og ég get viðurkennt það að tilveran hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tímapunkti.“ Guðlaugur Victor segist hafa talað við sálfræðinginn sinn daglega í allt að þrjá mánuði og er hann henni mjög þakklátur. Svo virðist sem þessi öflugi leikmaður hafi náð að finna taktinn og ryðmann á nýjan leik – bæði innan vallar sem utan – og samdi nýverið við þýska stórliði Schalke 04. Guðlaugur Victor Pálsson með treyju Schalke, síns nýja félags.schalke04.de Er honum ætlað stórt hlutverk í liði sem féll óvænt úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið ætlar sér strax upp aftur og mun Guðlaugur Victor eflaust leggja sitt af mörgum svo það gangi eftir. Viðtal Guðlaugs Victors má lesa í heild sinni á vef mbl.is. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Guðlaugur Victor hefur á undanförnum mánuðum orðið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins og samdi á dögunum við þýska stórliði Schalke 04. Það er hins vegar ekki langt síðan hann íhugaði að koma heim og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en Guðlaugur Victor varð fyrir því áfalli að missa móður sína í lok nóvember síðasta árs. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Guðlaugs Victors við íþróttavef Morgunblaðsins um helgina. Guðlaugur ræðir síðasta tímabil í viðtalinu þar sem hann fer yfir hvernig hann byrjaði í banni og hafði aðeins spilað einn leik fyrir Darmstadt, þáverandi vinnuveitendur sína, áður en hann fer í verkefni með íslenska landsliðinu. Svo spilaði hann tvo leiki til viðbótar áður en hann fór í annað landsliðsverkefni. Guðlaugur Victor Pálsson í skallabaráttu gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári.EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ „Allt í allt voru þetta einhverjir fjórir leikir fyrir áramót sem ég spila með Darmstadt á meðan ég tók þátt í sex leikjum með íslenska landsliðinu. Ég meiðst svo um haustið og er frá í einhverja þrjá mánuði allt í allt því ég var eitthvað frá keppni líka eftir að ég missti mömmu.“ Þá þurfti Guðlaugur Victor að fara í tvær aðgerðir á svipuðum tíma sem og barnsmóðir hans var að flytja með son hans til Kanada. Það var því mikið í gangi á ansi stuttum tíma. „Ég kveið því að sjá á eftir stráknum mínum til Kanada, ég meiðist, við komumst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta gerist allt á þriggja vikna kafla og ég get viðurkennt það að tilveran hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tímapunkti.“ Guðlaugur Victor segist hafa talað við sálfræðinginn sinn daglega í allt að þrjá mánuði og er hann henni mjög þakklátur. Svo virðist sem þessi öflugi leikmaður hafi náð að finna taktinn og ryðmann á nýjan leik – bæði innan vallar sem utan – og samdi nýverið við þýska stórliði Schalke 04. Guðlaugur Victor Pálsson með treyju Schalke, síns nýja félags.schalke04.de Er honum ætlað stórt hlutverk í liði sem féll óvænt úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið ætlar sér strax upp aftur og mun Guðlaugur Victor eflaust leggja sitt af mörgum svo það gangi eftir. Viðtal Guðlaugs Victors má lesa í heild sinni á vef mbl.is.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira