Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 23:50 Joe Biden vill hækka útgjöld bandarísku alríkisstjórnarinnar á næsta ári til þess að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og styrkingu velferðarkerfisins. AP/Evan Vucci Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira