Lagt til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:28 vísir/Vilhelm Lagt er til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar og að heilbrigðisráðherra verði gert að leggja fram frumvarp þess efnis í þingsályktunartillögu sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram. Tillöguna styðja einnig aðrir þingmenn Samfylkingarinnar. Í greinargerð tillögunnar er vísað til þess að tannlækningar barna hafi verið gerðar gjaldfrjálsar árið 2018 og telja þingmennirnir að hið sama eigi að gilda um tannréttingar. Þá segir að núverandi styrkjakerfi dugi skammt þar sem styrkirnir mæti ekki kostnaði foreldra. Það sé óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra. Kostnaður við tannrétingar geti hæglega farið yfir eina milljón króna og meðferðin tekið nokkur ár. Efnaminni foreldrar veigri sér þannig við að ráðast í tannréttingar barna sinna. Í greinargerð segir að Sjúkratryggingar veiti í dag 100-150.000 króna styrk vegna tannréttingarmeðferðar með föstum spöngum. Upphæðin hafi ekki breyst í tuttugu ár og ekki haldið í við verðlagsþróun.vísir/Vilhelm „Þessi staða er ólíðandi og því er mikilvægt að Alþingi gefi út viljayfirlýsingu um að börnum verði ekki lengur mismunað þegar kemur að tannréttingum,“ segir í greinargerð. Verði tillagan samþykkt yrði heilbrigðisráðherra gert að leggja fram frumvarp um gjaldfrjálsar tannréttingar eigi síðar en í desember á þessu ári. Tillagan er þó lögð fram undir blálok þingvetursins þar sem einugis átta þingfundir eru eftir á starfsáætlun Alþingis. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í greinargerð tillögunnar er vísað til þess að tannlækningar barna hafi verið gerðar gjaldfrjálsar árið 2018 og telja þingmennirnir að hið sama eigi að gilda um tannréttingar. Þá segir að núverandi styrkjakerfi dugi skammt þar sem styrkirnir mæti ekki kostnaði foreldra. Það sé óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra. Kostnaður við tannrétingar geti hæglega farið yfir eina milljón króna og meðferðin tekið nokkur ár. Efnaminni foreldrar veigri sér þannig við að ráðast í tannréttingar barna sinna. Í greinargerð segir að Sjúkratryggingar veiti í dag 100-150.000 króna styrk vegna tannréttingarmeðferðar með föstum spöngum. Upphæðin hafi ekki breyst í tuttugu ár og ekki haldið í við verðlagsþróun.vísir/Vilhelm „Þessi staða er ólíðandi og því er mikilvægt að Alþingi gefi út viljayfirlýsingu um að börnum verði ekki lengur mismunað þegar kemur að tannréttingum,“ segir í greinargerð. Verði tillagan samþykkt yrði heilbrigðisráðherra gert að leggja fram frumvarp um gjaldfrjálsar tannréttingar eigi síðar en í desember á þessu ári. Tillagan er þó lögð fram undir blálok þingvetursins þar sem einugis átta þingfundir eru eftir á starfsáætlun Alþingis.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira