Fótbolti

Zidane aftur hættur hjá Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zinedine Zidane stýrði Real Madrid fyrst á árunum 2016-18 og tók aftur við liðinu 2019.
Zinedine Zidane stýrði Real Madrid fyrst á árunum 2016-18 og tók aftur við liðinu 2019. epa/JUANJO MARTIN

Zinedine Zidane er hættur sem knattspyrnustjóri Real Madrid í annað sinn. Hann átti ár eftir að samningi sínum við félagið.

Zidane tók aftur við Real Madrid í mars 2019, aðeins tæplega ári eftir að hann hætti sem stjóri liðsins.

Frakkinn gerði Real Madrid að Spánarmeisturum í fyrra en liðið endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili á eftir Atlético Madrid. Þetta var fyrsta titlalausa tímabil Real Madrid síðan 2009-10.

Zidane stýrði Real Madrid fyrst á árunum 2016-18. Á þeim tíma vann liðið Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð og varð Spánarmeistari 2017.

Zidane lék áður með Real Madrid á árunum 2001-06 og þjálfaði svo varalið félagsins og var aðstoðarþjálfari aðalliðsins áður en hann tók við því í ársbyrjun 2016.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×