Misskilningur ríki um nýja lögreglubílinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. maí 2021 15:38 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og nýjasta viðbótin í flotann. Samsett Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað. Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira