Innlent

Fær­eyjar aftur skil­greindar sem á­hættu­svæði

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa 694 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum frá upphafi faraldursins.
Alls hafa 694 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að setja Færeyjar aftur á lista yfir skilgreind áhættusvæði COVID-19 vegna vaxandi nýgengi smita þar í landi.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. „Ferðamenn sem koma frá Færeyjum eru því ekki lengur undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum og sömu reglur gilda því um þá og eiga almennt við um farþega sem koma til Íslands.

Öll lönd og svæði heims nema Grænland teljast áhættusvæði vegna COVID-19,“ segir í tilkynningunni.

Greint var frá því í gær að sextán smit hafi greinst í Færeyjum á sunnudaginn. Þá greindust tveir í gær, mánudag.

Alls hafa 694 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum frá upphafi faraldursins. Eitt dauðsfall hefur verið rakið til Covid-19.


Tengdar fréttir

Hvorki fót­bolti né messur vegna smita

Engir fótboltaleikir munu fara fram í Færeyjum í dag og guðsþjónustum hefur verið aflýst vegna fjölda smita sem greindust í gær. Sextán manns greindust með veiruna og hafa ekki fleiri smit greinst á einum degi frá því í desember síðastliðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×