Fótbolti

Staðfesta að Hansi Flick stýri þýska landsliðinu á Laugardalsvellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Hans-Dieter Flick hefur raðað inn titlum sem þjálfari Bayern München og nú mun hann taka við þýska landsliðinu.
 Hans-Dieter Flick hefur raðað inn titlum sem þjálfari Bayern München og nú mun hann taka við þýska landsliðinu. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN

Eitt verst geymda leyndarmálið er loksins komið fram í dagsljósið. Hansi Flick mun taka við þýska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir Evrópumótið í sumar.

Flick mætti á skrifstofu þýska knattspyrnusambandsins í morgun og skrifaði undir samninginn sinn.

Flick hafði áður tilkynnt það að hann væri að hætta með Bayern München í lok leiktíðar en lokaumferðin fór fram um helgina.

Joachim Löw hefur þjálfað þýska landsliðið frá árinu 2006 og var áður aðstoðarmaður Jürgen Klinsmann í tvö ár.

Samningur hins 56 ára gamla Flick er til ársins 2024 eða fram yfir næsta Evrópumótið það sumar.

Flick mun því stýra þýska landsliðinu í undankeppni HM 2022 í haust en Þjóðverjar eru í riðli með okkur Íslendingum.

Fyrsti leikur þýska liðsins í undankeppninni eftir EM er á móti Liechtenstein á útivelli 2. september.

Flick mætir hins vegar með þýska landsliðið á Laugardalsvöllinn 8. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×