Lífið

Árný í Gagna­magninu með kórónu­veiruna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Árný Fjóla sést hér á blaðamannafundi úti í Rotterdam á dögunum.
Árný Fjóla sést hér á blaðamannafundi úti í Rotterdam á dögunum. Gísli Berg

Árný Fjóla Ásmundsdóttir, einn meðlimur hljómsveitarinnar Gagnamagnsins sem tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd um helgina, hefur greinst með kórónuveiruna.

Frá þessu greinir Árný á Instagram síðu sinni.

„Endum þetta ævintýri á einu hressu covid smiti í viðbót! Þessi ólétta og bólusetta kona var greind með covid í dag. Eftir að prófið mitt týndist á flugvellinum í gær brunaði ég í annað í morgun. Ég er samt drulluhress og einkennalaus. Förum varlega og verum góð við hvort annað. Ást og fiður,“ skrifar Árný Fjóla í Instagram-færslu sem hún birti nú fyrir skömmu. 

Árný fjóla er gift Daða Frey Péturssyni, sem fer fyrir Gagnamagninu, og er ólétt af öðru barni þeirra. Hún er þriðji meðlimur Eurovision-hóps Íslands sem greinst hefur með veiruna.

Hópurinn sem fór út til Rotterdam til að keppa í Eurovision kom heim í gær. Tveir úr íslenska hópnum höfðu áður greinst með veiruna meðan á Hollandsvölinni stóð. Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn liðsmanna Gagnamagnsins, var annar þeirra. 

Smitið varð til þess að Gagnamagnið kom hvorki fram á undanúrslitakvöldi keppninnar síðastliðinn fimmtudag né á úrslitakvöldinu á laugardag. Þess í stað var upptaka af æfingu sveitarinnar spiluð bæði kvöldin, sem skilaði Íslandi fjórða sæti í keppninni, næst besta árangri Íslands í keppninni frá upphafi. Lag Íslands í keppninni, 10 Years, fjallar um samband Daða og Árnýjar. 

Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.