Innlent

„Við skulum vona að þetta leiðindaástand sé að klárast“

Eiður Þór Árnason skrifar
Aukinn viðbúnaður er hjá sjúkraflutningamönnum þegar sjúklingur er með staðfest eða grunað kórónuveirusmit.
Aukinn viðbúnaður er hjá sjúkraflutningamönnum þegar sjúklingur er með staðfest eða grunað kórónuveirusmit. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk boð um 82 sjúkraflutninga undanfarinn sólarhring. Þar af voru 28 forgangsverkefni og tvö í tengslum við Covid-19. Dælubílar voru kallaðir út tvisvar sinnum á sunnudag og aðfaranótt mánudags.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu slökkviliðsins sem fékk tæplega 100 boðanir í sjúkraflutninga á laugardag. Var það fyrsti sólarhringurinn frá 17. mars síðastliðnum sem slökkviliðið fór í enga Covid-flutninga á einum sólarhring. 

Þar er um að ræða útköll þar sem sjúklingur er með grunað eða staðfest smit og bera þá sjúkraflutningamenn hanska, grímu og jafnvel sloppa.

Engin smit hafa greinst innanlands þrjá daga í röð en það gerðist síðast dagana 11. til 13. mars. Ekki hafa verið gefnar út tölur fyrir síðasta sólarhring.

„Við skulum vona að þetta leiðindaástand sé að klárast,“ segir í færslu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×