„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 21:02 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. vísir/EGill Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira